GULLDRENGURINN

----

Elín Anna Þórisdóttir

Páll Ivan frá Eiðum

----

11.05 - 25.05 2013

----

Sýningin er bæði tileinkuð Gulldrengnum og unnin í samstarfi við hann eða eins og kemur fram í texta listamannanna: Gulldrengurinn stýrir hugum og hjörtum okkar og sviptir okkur svefni, tíma og rúmi en ást okkar á honum er slík að allt mótlæti og erfiðleikar af hans völdum verða að fallegu gulli lífsins.

Páll Ivan og Elín hafa verið iðin við sýningahald í borginni á hinum ýmsum stöðum svo sem á rólóum og í Glæsibæ. Páll Ivan er kunnur tónlistarmaður og einn af stofnendum S.L.Á.T.U.R hópsins. Elín Anna stóð fyrir gjörningakvöldunum Sultan Eldmóður um langt skeið.

----

----

Póstkort sýningarinnar

Postcard of the exhibition