GANGI ÞÉR VEL

----

Arna Óttarsdóttir

----

13.07 – 27.07 2013

----

Með því að leggja allt að jöfnu má gera lítið úr miklu eða mikið úr litlu, ekkert epískt samt. Þetta geta verið listaverk sem eru nytjahlutir eða öfugt, nytjahlutir sem eru listaverk. Eða hlutir sem lenda mitt á milli og eru bara bjánalegir. Og það sem er ennþá mikilvægara: Að búa til rými fyrir eitthvað sem er ekki til staðar, þar sem leikmunirnir eru fimmaurabrandarar og almennt dúllerí en það sem vantar er jafn mikilvægt og sviðsmyndin.

Arna Óttarsdóttir (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á Íslandi og erlendis.

----

----

Póstkort sýningarinnar

Postcard of the exhibition