HIN ÓKOMNU

----

Sigrún Hrólfsdóttir

----

05.10 - 19.10 2013

----

Á tímamótum staldrar maður við, lítur um öxl, ígrundar stöðu sína og horfir fram á við. Hugtakið stendur manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum eins og einhvers konar varða þar sem lífsins vegur kvíslast. Svo mjög erum við innrætt þeirri hugmynd að tíminn líði í einni línulegri samfellu. Hin gamalkunna goðsögn um örlaganornirnar sem spinna hverri manneskju þráð hefur í raun ekki verið uppfærð og við fetum okkur enn eftir líflínunni. Við og við hleypur snurða á þráðinn, á vissum dögum í dagatalinu eða þegar óvænt atvik hendir okkur. Rót kemst á hugann af þakklæti, eftirsjá, tilhlökkun, efasemdum og þar fram eftir götunum. Sýning Sigrúnar Hrólfsdóttur hverfist um tjald sem hangir úr loftinu og skiptir rýminu í tvennt. Gestir ganga inn í fremri hlutann en sjá einungis inn í þann innri gegn um fölbleikt efni sem merlar í víbrandi polyesterhillingu. Þar á sér stað stöðug umbreyting ljóss og lita enda hvergi fast land undir fótum í fata morgana. Sýningarsalurinn er ein allsherjar allegóría. Þar er brugðið upp mynd af framrás tímans bæði í kosmískum óravíddum alheimsins sem og á persónulegu æviskeiði listamannsins. Tjöldin virðast marka hina líðandi stund, þar sem liðin tíð mætir vídd hins óorðna yfir polli úr hrárri jarðolíu. Óstöðugar gufur stíga upp úr orkubrunni núvitundarinnar og virka sefjandi en bíða þeirra sem hafa til að bera neista sem splundrar ríkjandi andrúmslofti og veldur straumhvörfum. Miklihvellur endurtekur sig í sífellu í smækkaðri mynd og eilífri sundrungu hins stöðuga og viðvarandi. Sitt hvorum megin við tjaldið kallast nostalgísk minning lítillar stúlku sem varð innblásin af hugmyndinni um að verða listamaður á við óræða sjálfsmynd úr fjarlægri framtíð. Sjálfið tvístrað, rétt eins og hugmyndin um línulega framvindu myndlistarinnar, sögunnar eða eilífðarinnar. Heimspekingar og vísindamenn hafa í aldanna rás stigið fram hver á fætur öðrum með heillandi og sannfærandi tilgátur sem nægt gætu til þess að kollvarpa ríkjandi hugmyndum okkar um tíma og tilvist. Spámenn og sjáendur hafa ekki látið sitt eftir liggja. Hvað þá listamenn sem hrærast með fálmarana á lofti, grípa hugmyndir sem þjóta hjá og birta okkur sem nýjan sannleik. En líkt og í álögum væntum við þess að allt eigi sér línulega frásögn með upphafi, miðkafla og endalokum án þess að við fáum nokkru um það ráðið. Gleymum ekki hinum ókomnu sem hrista af sér doðann og bregða á leik. Setjum okkur sjálfum tímamót hér og nú, nema að þessu sinni er hvorki aftur á bak né áfram, hvorki upp né niður, aðeins galopin skynjun og ótæmandi sköpunarkraftur. Málum af okkur sjálfsmynd 120 ára gömlum. Snúum listasögunni á hvolf. Látum eiturgufur úr 150 milljón ára lífmassa hreinsa hugann og tökum inn umhverfið handan yrjóttrar hulu tungumáls, uppsafnaðrar reynslu og fyrirfram gefinna markmiða. Augnablikið er eins hlaðið möguleikum nú eins og á fertugsafmælinu eða á miðnætti 31. desember.

Sigrún Hrólfsdóttir er fædd árið 1973 í Reykjavík. Hún stundaði myndlistarnám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti frá 1990-93, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1993 – 96 og mastersnám við Pratt Institute í New York frá 1996 - 97. Hún lauk BA prófi í listfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2014 og leggur nú stund á mastersnám í heimspeki við sama skóla. Sigrún hefur verið stundakennari við Listaháskóla Íslands frá árinu 2004.

Sigrún er ein af stofnendum Gjörningaklúbbsins (1996). Verk hans eru af margvíslegum toga og unnin í alla miðla en eiga það sameiginlegt að eiga rætur í gjörningalist. Síðasta stóra verk þeirra nefndist Hugsa minna – Skynja meira og var þátttökugjörningur sem sýndur var á Listasafni Íslands alls 12 sinnum. Í verkum Gjörningaklúbbsins má oft sjá samspil margra ólíkra táknmynda sem kunna að virðast abstrakt við fyrstu sýn, en eru í raun kunnuglegar myndir sem eiga rætur í sameiginlegum menningararfi og varpa ljósi á kerfi og ósýnilegar reglur samfélagsins. Verk þeirra hafa verið sýnd um allan heim og eru í eigu helstu safna á Íslandi og fjölmargra erlendra opinberra og einkasafna. Nánari upplýsingar um verk Gjörningaklúbbsins má finna á heimsíðunni www.ilc.is

Sigrún hefur auk þess unnið að myndlist á eigin vegum, í ýmsla miðla, aðallega teikningu, vídeó og innsetningar en hefur nú í seinni tíð snúið sér meira að málverki. Síðasta einkasýning Sigrúnar nefndist Hin ókomnu og var sett upp í Kunstschlager í Reykjavík. Þar voru sýnd málverk og innsetning / ljósaverk. Í verkum sínum skoðar Sigrún hið óefnislega svæði tilfinninganna og samspil hins innri heims hins persónulega við hinn ytri heim hugmynda og tákna.

Texti: Markús Þór Andrésson

----

At turning points in life we pause, look back, reflect on our position, and look towards the future. The concept flashes vividly in our mind, like some sort of milestone where the path of our life branches out. So thoroughly has the notion of linear time been imprinted in us. The age old legend of the witches of fate spinning each person a single thread has in fact yet to be updated, and we still plod along the lifeline. Now and again we may experience a snag, on certain calendar dates or when we are confronted by the unexpected. Our peace of mind disrupted by gratitude, regret, anticipation, doubt, etc. Sigrún Hrólfsdóttir’s exhibition revolves around a curtain she hangs from the ceiling, dividing the space in two. Visitors walk into the first part, only seeing the inner part through pale pink material, a shimmering polyester mirage. There is a constant alteration of colour and light, for there is no solid ground underfoot in Fata Morgana. The exhibition space is one, big allegory. Here we have an image of the progression of time, both in the cosmic, vast dimensions of the universe, and in the personal lifetime of the artist. The curtains seem to signify the present moment, where the past meets the dimension of the yet to come over a puddle of crude oil. Unstable fumes rise from the power source of mindfulness, soothing and entrancing, yet awaiting those who have the spark to shatter the established atmosphere and turn the tide. The Big Bang is relentlessly repeated in miniature and in the eternal devastation of the stable and the constant. On either side of the curtain, a nostalgic memory of a little girl who was inspired by the idea of becoming an artist converses with an obscure identity from a distant future. The self is shattered, just like the idea of the linear advancement of art, history, and eternity. Philosophers and scientists have through the ages brought us fascinating and convincing hypotheses with the potential to overthrow our established ideas of time and existence. Prophets and seers have not been idle. Not to mention artists who live and breathe with antennae aloft, catching ideas buzzing by, delivering us new truths. Yet we, as if bound by a spell, expect everything to have a linear narrative with a beginning, middle, and end, out of our control. Let us not forget the ones to come, who will shake of the daze and act. Let us mark a turning point here and now, and this time there will be no back or forth, no up or down, just wide-open perception and infinite creativity. Let us paint portraits of our 120-year-old selves. Turn art history on its head. Let toxic fumes from a 150 million year old life mass cleanse our mind, take in the environment beyond the speckled veil of language, accumulated experience and predetermined objectives. The moment is as loaded with possibilities now as on our 40th birthday or at midnight on the 31st of December.

Text: Markús Þór Andrésson

Translation: Helga Soffía Einarsdóttir

----

----

Póstkort sýningarinnar

Postcard of the exhibition