SAGAÐ

----

Sindri Leifsson

----

01.03 – 15.03 2014

----

Sýningin Sagað er allt í senn innsetning, höggmyndir og gjörningur en öðru fremur afrakstur viðveru listamannsins í sýningarrýminu síðastliðna viku. Hún er í raun ferli sem býður þess að verða eitthvað sem ekki var ákveðið fyrirfram – er verk í sífelldri vinnslu. Sýningin vekur upp spurningar um alveldi „vinnunnar“ og þeirra afurða sem hún getur af sér og beinir sjónum sínum að ferlinu sjálfu. Firring vinnunar gæti því verið einhvers konar andstæða verkanna þar sem ferlið sjálft, vinnan sem slík, er í aðalhlutverki en ekki framleiðsluafurðirnar. Listamaðurinn veltir fyrir sér tímarúminu á milli þess sem er þanngað til það verður eitthvað annað. Hefillinn sem listamaðurinn lék sér með í barnæsku gegnir hér sama hlutverki og forðum, að umbreyta. Unnið er að einhverju, í grunninn vinnunnar vegna, og í því ferli verða mögulega til hliðarafurðir og ótvíræð merki viðverunnar. Við vinnslu verksins líður listamanninum eins og hann sé í hugleiðslu og býður þess að eitthvað áþreifanlegt verði til en spyr sig jafnframt að því hvað sé áþreifanlegt og hvað ekki og hver stýri og ákvarði slíkt. Öll smáatriði eru í stöðugri vinnslu og markvisst skilin eftir, en á meðvitaðan hátt. Hér er engin augljós niðurstaða heldur möguleiki á framþróun.

Sindri Leifsson útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2011 og lauk meistaragráðu frá Malmö Art Academy 2013. Sindri er einn af sjö meðlimum Kunstschlager.

----

The exhibition Sawn is simultaneously an installation, sculptures and a performance but first and foremost a result of the artist’s presence in the space during the preceding week. It is in fact a process that awaits to become something that was not decided beforehand – it is a piece in a constant production. It raises questions about the autarchy of work and the product it yields as well as pointing towards the process itself. The alienation of labor is perhaps in contrast to the objects where the process, the labour as such, becomes the leader instead of the emerging products. While working the artist speculates upon the time between when something is and when something becomes something else. The planer that was once used for child’s play has the same role as before, to transform. Labour is maintained, for labour’s sake, and in the process various by-products and unambiguous signs of the presence formulate. While working the artist feels as if meditating and awaits for something to materialize and at the same time questions what is concrete and what isn’t and who is in control and gets to decide upon that. All details are in a state of constant renewal and are purposefully left on site. There is no obvious conclusion but the possibility of progress.

Sindri Leifsson graduation from Iceland Academy of the Arts in 2011 and earned an MFA from Malmö Art Academy in 2013.

----

PRESS

http://starafugl.is/2014/myndlist-vikunnar-sagad-i-kunstschlager/

http://visualreykjavik.tumblr.com/post/79446704125/sawn-by-sindri-leifsson-at-kunstschlager

----

Póstkort sýningarinnar

Postcard of the exhibition