POLYMORPH

----

Ingirafn Steinarsson

Unndór Egill Jónsson

----

22.03 - 05.04 2014

----

Næstkomandi laugardag kl. 20 verður opnun í Kunstschlager af nýjum verkum þeirra Ingarafns Steinsonar og Unndórs Egils Jónssonar. Sýningin ber nafnið Polymorph (hamskiptungur) og sýna þeir félagar glæný verk undir sama þaki þar sem sameiginlegur snertiflötur verkanna eru upplifanir mannsins í náttúrunn, innan sem utan, Teikningum er varpað fram sem hlutum í fljótandi rými sem er einhvers konar órætt kerfi, gæti verið stílfærð teikning úr iðrun dýra eða skýringateikinga andlegra kerfa.Verkfæri sem gæti verið úr framtíðinni þar sem allt er búið til úr lífrænum efnum og fjöldaframleiðsla hefur verið aflögð. Lögun hins náttúrlega fær að njóta sín í hversdaglegu verkfæri og er velt fyrir sér hinum lífræna raunveruleika við hornrétta tilveru hins sjálfsagða.

- Úr fréttatilkynningu 

Unndór Egill Jónsson (f. 1978) útskrifaðist með  BA-gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið  2008 og lauk MFA námi frá Valand School of Art í Gautaborg árið 2011.  Undanfarinn ár hefur hann sýnt bæði á  Íslandi og erlendis, á sýningum eins og Momentum Design í  Moss Noregi, Elta fólk og drekka mjólk í Hafnarborg og Dirty and Clean í Göteborgs Konsthall. Unndór er formaður Myndhöggvarfélagsins.

Ingirafn Steinarsson (f. 1973) útskrifaðist frá Myndlista og Handíðaskóla Íslands 1999 og Listaháskólanum í Malmö 2006. Hann vinnur með innsetningar og hluti sem eru oft tilraunir til að velta fyrir sér fagurfræði og virkni þekkingar.  Hann hefur haldið sýningar víða og sýnir nú nýjar teikningar í Kunstschlager eftir nokkurt hlé. Ingirafn er búsettur á Seyðisfirði. 

----

Póstkort sýningarinnar

Postcard of the exhibition