----
Þorgerður Þórhallsdóttir
----
14.06-28.06 2014
----
Titill sýningarinnar Nobody Will Ever Die er brot úr setningunni „Everything is as it should be, nothing will ever change, nobody will ever die“, sem er einnig titill vídeóverksins á sýningunni. Þessi setning er fengin úr endurminningabók Vladímírs Nabokov, Speak, Memory, þar sem hann lýsir minninu sem upphöfnum griðastað. Þótt við séum ávallt meðvituð um að aðstæður muni breytast, getum við horft inn í minnið og skynjað það sem eilíft athvarf fyrir breytingum og dauðleika. Þessi setning felur í sér innilega barnslega þrá þess sem horfir um öxl og minnist tilfinningar sem hann vill ekki sleppa.
Sýningin hverfist um vídeóverkið Everything is as it should be, Nothing will ever change, Nobody will ever die. Verkið sýnir afa Þorgerðar, Gísla Magnússon píanóleikara (1929–2001), æfa 4. píanókonsert Beethovens heima hjá sér. Gísli flutti konsertinn ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands 16. mars 1989, fjórum dögum eftir að Þorgerður fæddist.
Verkið er sjálfstætt framhald af útskriftarverkefni Þorgerðar úr Listaháskóla Íslands, Liebestraum, þar sem hún vann með sjónvarpsupptöku frá 1976 af Gísla að flytja Liebestraum eftir Franz Liszt. Hún brenglaði línulega stefnu þessarar klassísku tónsmíðar, fjarlægði risið og skrifaði nýtt tónverk fyrir tvö píanó. Þorgerður fjallar þannig um vilja mannsins til að tákngera hugsanir sínar og tilfinningar með tilstyrk listarinnar.
Í verkinu Everything is as it should be, Nothing will ever change, Nobody will ever die sést Gísli kveikja á upptökuvélinni, setjast við píanóið, doka við og byrja að spila. Vídeóið hefur yfir sér látlaust yfirbragð og myndavélinni er beint að píanóinu. Það sést glitta í hálft málverk sem er af eiginkonu Gísla og ömmu Þorgerðar, Þorgerði Þorgeirsdóttur. Við heyrum hljómsveitina smjúga fínlega inn og hljómurinn stigmagnast, Gísli er að spila ásamt Sinfóníuhljómsveitinni. Upptökurnar hljóma ýmist samtímis eða ekki, stundum heyrum við bara í annarri upptökunni í einu. Okkur er boðið inn á heimili píanóleikarans til að upplifa sjónræna nánd við flutninginn; við heyrum líka opinbera upptöku af glæstum tónleikum í Háskólabíói. Samt erum við stödd í stofunni því að við erum að hlusta á Ríkisútvarpið og í lok verksins mætast þessir tveir heimar, við sjáum Gísla standa upp og slökkva á upptökuvélinni. Við heyrum hins vegar fagnaðarlætin brjótast út á tónleikunum og alkunna rödd Jóns Múla Árnasonar lýsa fyrir hlustendum því sem á sér stað á sviðinu: „…og nú rísa hljóðfæraleikararnir allir úr sætum til virðingar við Beethoven og Gísla…“ Klappinu fylgir alsæla, fagnaðarlætin eru lausn fyrir allar þær tilfinningar sem hafa brotist um í hlustendum á meðan á flutningnum stóð.
Þorgerður vinnur með vídeóupptökuna sem og hljóðupptöku Ríkisútvarpsins af tónleikunum til að skapa nýja frásögn og annað samhengi fyrir æfinguna heima í stofu og konsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Þar með er þess freistað að varðveita þessa tvo viðburði, annars vegar vídeóið sem Gísli tók upp sjálfur og líklega átti aldrei að sýna og hins vegar tónleikaupptökuna sem Ríkisútvarpið skrásetti fyrir þjóðina.
Morgunblaðið fjallaði um tónleikana í Háskólabíói fimmtudaginn 16. mars 1989. Þar kom m.a. fram eftirfarandi: „Hann [Gísli Magnússon] sagði að það hefði kostað mikla vinnu að undirbúa þessa tónleika því að Píanókonsert nr. 4 hefði hann ekki flutt opinberlega áður. Vonandi gefst þó einhvern tíma tækifæri til þess aftur, því að sögn Gísla er þetta mjög skemmtilegt verk. Konsertinn er saminn árið 1805, eða áður en Beethoven fer að missa heyrn, og er afar ljóðrænn og fallegur.
Píanókonsert nr. 4 er saminn á svökölluðu öðru tímabili af þremur í ævi Beethovens. Hann er mjög ljóðrænn og frábrugðinn öðrum konsertum tónskáldsins. En auk þess sem Beethoven samdi píanókonsertana fimm, þá samdi hann einnig 32 píanósónötur, og auk þess fjölda af tilbrigðaverkum og bagatellum. Á þessum tíma var píanóið afskaplega vinsælt hljóðfæri, og þar sem það var í örri þróun – búið var að víkka út hljómborðssvið þess – var eðlilegt að Beethoven skyldi einmitt semja svo mikið fyrir píanó sem raun bar vitni. Enda var Beethoven sjálfur góður píanóleikari og vann í upphafi fyrir sér sem slíkur.“
Þorgerður Þórhallsdóttir stundar mastersnám í myndlist við listaháskólann í Malmö. Hún var meðlimur í Kunstschlager síðan 2013. Nobody Will Ever Die var hennar fyrsta einkasýning en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum heima og erlendis.
----
The exhibition centers around the video piece “Everything is as it should be, Nothing will ever change, Nobody will ever die” which shows Þorgerður’s grandfather, pianist Gísli Magnússon (1929-2001), practicing Beethoven’s 4th Piano Concerto at home. Gísli performed the concert on 16th March 1989, four days after Þorgerður was born. Þorgerður works with this video recording as well as the audio recording of the concert by the Icelandic National Broadcasting Service to create a new narrative and a new context for the rehearsal at home and the performance with the Icelandic Symphony Orchestra, thus venturing to preserve these two events, the video Gísli recorded of himself and the recording of the concert, the National Broadcasting Service documented for the nation. The video piece is an independent sequel of Þorgerður’s graduation project "Liebestraum" where she worked with a television recording from 1976 of Gísli performing Liebestraum by Franz Liszt. She confused the linear progress of this classic piece of music, removed the climax and wrote a new work for two pianos. The works are about the aspiration of man, his efforts to give his own mental capacity and feeling tangible form through art.
Þorgerður graduated from the Icelandic Art Academy 2013 and has been a member of Kunstschlager since October that year. This fall she will begin her MA studies at Malmö Art Academy in Sweden.
----
PRESS
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=376923&pageId=6155368&lang=is&q=Kunstschlager
----
Sýningargestir / Exhibition Guests
----
Póstkort sýningarinnar
Postcard of the exhibition