LOOK AROUND YOU, EXPERIMENT ONE

----

Anna Hrund Másdóttir

Helgi Már Kristinsson

----

26.07 – 09.08 2014

----

Afrakstur þeirra Önnu Hrundar Másdóttir og Helga Más eftir samtöl og spjöll síðastliðin vetur verða sýnd í Kunstschlager á laugardaginn 26 júlí. Leiðir þeirra liggja saman í litapælingum, fundnum hlutum og hversdagsleikanum. Ný verk sem eru sérstaklega sniðin inn í Kunstschlager – gluggaskreytingar, skúlptúrar og stuð!

Anna Hrund hefur verið ötul í listalífi Reykjavíkur síðustu ár og tekið þátt í ýmsum verkefnum þ.á.m. haldið núsíðast einkasýninguna Dounut Galaxy, tekið þátt í samsýningum hér og þar, jafnframt því að spreyta sig í sýningarstjórnun. Anna Hrund starfar sem myndlistarmaður en hefur einnig bakrunn í stærðfræði sem hún kennir ásamt því að vera einn af meðlimum Kling & Bang.

Helgi Már Kristinsson lagði stund á myndlist við Listaháskóla Íslands og hefur haldið nokkrar einkasýningar m.a. í Listasafni Íslands og starfað sem sýningarstjóri í samnefndu safni.  Helgi vinnur verk sín í anda abstrakt- og götulistar og einkennast þau af alls kyns tengingum í listasöguna og hversdagsleikann.

----

----

Póstkort sýningarinnar

Postcard of the exhibition