----
Arnfinnur Amazeen
----
29.11 – 20.12 2014
----
Líkt og í mörgum fyrri verkum leikur listamaðurinn sér með samsetningu ljósmynda, textaverka og skúlpúra. Hér er hversdagslegum hlutum komið fyrir í samspili hver við annan – hvort þeir öðlist nýja merkingu í gegnum önnur verk sýningarinnar, verði táknmyndir eða endurspegli eitthvað í samfélaginu er hverjum og einum frjálst að túlka. Hæfileg blanda af þyngd og léttleika, hörku og fínleika, húmor og alvarleika.
- Úr fréttatilkynningu
Arnfinnur Amazeen (f.1977) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2001 og lauk MFA frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2006. Hann hefur verið ötull í sýningarhaldi erlendis, einkum í Danmörku, en sýndi síðast á Íslandi í Kling og Bang 2010.
----
----
Póstkort sýningarinnar
Postcard of the exhibition