MYND / HLUTUR

OBJECT / IMAGE

----

Áslaug Í. K. Friðjónsdóttir

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir

----

04.07 - 19.07 2015

----

@ Listasafn Reykjavíkur, Reykjavik, Iceland

----

Fagurfræði Áslaugar og Guðlaugar er ólík. Áslaug notast við dempaða liti, hrá efni eins og steypu, gifs og við og teflir þeim saman við teikningu og málverkið sem verða til sem svar við tilfallandi myndbyggingu verkanna. Guðlaug Mía notar sterka litir og afgerandi form í verkum sínum þar sem hún leikur sér að skynvillum áhorfandans og þenur þannig út víddir miðilsins.

Báðar vinna þær Áslaug og Guðlaug með myndbyggingu og form í verkum sínum. Efnistökin eru myndin sjálf og skúlptúrinn sjálfur sem og efnin sem þær nota. Verkin vísa þannig innávið í sig sjálf.

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis og hélt sína fyrstu einkasýningu í Hverfisgallerí í mars 2015.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún stofnaði og rak Kunstschlager ásamt fleirum auk þess sem hún stóð að útgáfunni Gamli Sfinxinn sem gefur út myndlistartengt efni af ýmsum toga. Guðlaug Mía hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hér heima og erlendis.

----

The aesthetics of Áslaug and Guðlaug is different. Áslaug uses a restrained color pallet, raw materials such as concrete, plaster and wood and weaves them together with drawing and painting as a response to the incidental composition of the works. Guðlaug Mia uses strong colors and striking forms in her works in which she plays with illusions and in that way stretches the dimensions of the medium.

Áslaug and Guðlaug both work with compositions and forms in their works, The subject of the exhibition is the image itself and the sculpture itself as well as the materials they use. In that way the works reference themselves.

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (b. 1981) obtained a BA degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts in 2006 and in 2009 she graduated from the School of Visual Arts in New York with a MFA. She has participated in numerous group exhibition in Iceland and abroad and held her first solo exhibition in Hverfisgalleri, Reykjavik, in March 2015.

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) graduated form The Iceland Academy of the Arts in 2012. She founded and runs Kunstschlager among others as well as founding Gamli Sfinxinn, a visual arts publication. Guðlaug Mía has been a part of numerous exhibitions both in Iceland and abroad.

----