----
SÝNINGARSTJÓRAR / CURATORS
Helga Páley Friðþjófsdóttir
Þorvaldur Jónsson
----
SÝNENDUR / ARTISTS
Arna Óttarsdóttir
Auður Lóa Guðnadóttir
Bergur Thomas Anderson
Björk Viggósdóttir
Einar Garibaldi Eiríksson
Helga Páley Friðþjófsdóttir
Hrefna Sigurðardóttir
Ívar Glói Gunnarsson
Logi Bjarnason
Loji Höskuldsson
Ragnar Már Nikulásson
Sindri Leifsson
Skúli Árnason
Starkarður Sigurðarson
Þór Sigurþórsson
Þórhildur Jónsdóttir
Þorvaldur Jónsson
Þuríður Rós Sigurþórsdóttir
----
25.07 - 09.08 2015
----
@ Listasafn Reykjavíkur, Reykjavik, Iceland
----
Listamennirnir á þessari sýningu fengu einfalt verkefni: Að birta sjónrænt viðbragð sitt við tilteknum hlut. Stuttermabolur, hrista, pottablóm, nærbuxur og aðrir hversdagslegir hlutir birtast hér sem megin innblástur verka þeirra og afraksturinn liggur í nýju sjónarhorni á þessa sömu hluti. Með því hleypa listamennirnir áhorfandanum inn í hugsunarferli sitt. Ferli sem fer röklega í gegnum upplifun hins einstaka hlutar, allt frá uppgötvun hans, til skoðunar hans og rýni, allt þar til honum er gefið nýtt hlutverk innan þess samhengis er verður til við slíkar uppgötvanir. Ákveðinn hlutur heltekur hug þeirra og iðju; hann virkjar ímyndunaraflið og öðlast veigamikinn sess innan um hugarheim listamannsins. Hvaðeina hefur möguleikann á því að verða listrænn efniviður; það getur verið form, áferð, lykt eða einföld hreyfing. Kyrralífið snýst um listina að taka eftir og að vera vakandi gagnvart sínum eigin upplifunum. Hversdagsleikinn er uppblásinn og það sem veitir okkur innblástur til listsköpunar er í nærmynd. Listamennirnir á þessari sýningu fara fjölbreyttar leiðir til að endurtúlka hversdagslegar aðstæður og veita okkur innsýn í þetta einstaka ferli sem hefst við ör-viðburð.
Eitt sinn las ég sögu af manni sem starði á fiskabúr frekar en á sjónvarpið. Honum líkaði það betur vegna þess að hann gat haldið athyglinni við handahófskennt far fiskanna á meðan þeir svömluðu um og hófu sig af og til upp á yfirborðið til að borða. Ég held að þessi maður sé þátttakandi í Kyrralífinu. Hann upplifir ör-viðburði eins og þá sem gerast í fiskabúri. Hann skoðar í nærmynd þá hluti og þau augnablik sem okkur finnst sjálfgefin innan hversdagsins. Slíkir viðburðir eru síbreytilegir en lítið uppátækjasamir. Dáleiðandi hreyfingar fiskanna veittu honum hrifningu af orðlausu tagi, upplifun sem er nógu fjarstæðukennd fyrir okkur mannfólkið til að límast við glerið og fylgjast með.
Upphengi sýningarinnar tekst á við hina klassísku skilgreiningu á kyrralífsmálverki; sem smekklegri uppstillingu margra ólíkra og lífvana hluta. Það er út frá þessum hversdagsleika sem við drögum upp þá fjölbreyttu mynd af því sem umlykur okkur hverju sinni og á sama tíma uppgötvum við hvernig við skilgreinum okkur í henni. Áhorfendur eru þannig hvattir til að endurmeta hversdagsleika sinn og rýna í þær frásagnir sem í honum kunna að felast.
------
The fourth exhibition in the Kunstschlager series shows a group of 19 artists working with the term Still-Life. The exhibition is meant to give insight in to many different techniques and methods contemporary artists use to approach this classic style. Participants were asked to create new work based on a specific object of their own choice. What you see upon entering the space is a gentle nuance of the original term; which usually consists of many objects, arranged in a delicate, pleasing manner. This exhibition takes on the every day and all of it’s poetical beauty. The Still-Life makes us re-appreciate what is around us and encourages us to take a closer look to what’s in front of us.
----